<$BlogRSDURL$>
Söguheimurinn
sunnudagur, febrúar 01, 2004
  Hér getið þið skoðað kafla og brot úr barnabók sem ég er að setja saman. Fyrsta brotið er hér að neðan. Njótið vel:) Ég 
  Fyrsti kaflinn, Halló. Hæ hæ, mig langar aðeins að tala við þig ef ég má, en þú mátt ekki hafa hátt, þú verður eiginlega að lofa mér því. Á ég að segja þér hver ég er, allt í lagi ég skal gera það. Ég heiti Kolbaldur Ferill Máni Sigurfer Boldasson, kallaður Lobbi. Það getur vel verið að þér finnist þetta skrítið nafn, alla vega finnst sumum hinum lokbránum það. Já ég gleymdi eiginlega allveg að kynna mig þótt ég hafi sagt þér nafnið mitt, sko ég er lokbrá, og er svolítið eiginlega bara alls ekkert til, þannig er, að þegar þú ferð að sofa að þá kem ég til þín og hjálpa þér að sofna. Hefuru kannski heyrt um Óla Lokbrá? ef þú hefur ekki heyrt um hann að þá er hann eiginlega svona kóngur hérna í Lokbráar landi, það var eiginlega hann sem byrjaði á þessu öllu saman og síðan urðu þeir fleiri og fleiri og loks urðu svo margir fullorðnir að það varð að gera eitthvað svo að börnin gætu líka sofnað, vegna þess að fullorðnu lokbrárnar gátu bara svæft fullorðna. Þannig að það var búin til sérstök deild innan Lokbráarlands sem eingöngu eru í litlir og litlar lokbrár, og ég er einn af þeim, ég get meira segja ef ég stend mig vel orðið svona yfirlokbrá, en hann sér um það að allir sem eru lokbrá að þeir séu góðir og skemmtilegir við börnin, því það gerist nefnilega stundum að vondu lokbrárnar verði fljótari á undan okkur að svæfa fólkið, hvort sem það eru börn eða fullorðnir og þá fá þau martraðir og dreyma bara alls ekkert vel. Þessar vondu lokbrár voru einu sinni góðar verur allveg eins og ég, en stundum kom það fyrir að einhver ætlaði bara að prakkarast smá en það má bara alls ekki. Það er allt í lagi að prakkarast ef maður er ekki að skemma neitt eða er leiðinlegur, en þegar þeir voru að prakkarast að þá dreymdi börnunum og fullorðna fólkinu bara ekkert vel. Og sumum fór að finnast það skemmtilegra heldur en að vera góður og svona, og fljótlega fóru sífellt fleiri og fleiri að vera svona.

Too be continued........ 
þar sem sögurnar lifna við

ARCHIVES
02/01/2004 - 03/01/2004 /


Powered by Blogger